Í sjötta þætti af Þínu eigin hlaðvarpi skoðum við Þinn eigin tölvuleik. Ævar segir okkur frá því hvaða tölvuleiki hann spilaði þegar hann var yngri, kennir okkur hvernig maður laumast til að spila Nintendo-leiki þegar það er ekki hægt að vista og maður er búinn með ráðlagða dagskammtinn sinn, talar um LANG-erfiðasta kafla sem hann hefur nokkurn tímann þurft að skrifa, svarar spurningum hlustenda og svo er auðvitað kafli úr Þínum eigin undirdjúpum í lokin.

Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á aevarthor.com

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Podcaststöðin. Innehållet i podden är skapat av Podcaststöðin och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.