Í þessum þætti af Þínu eigin hlaðvarpi gluggum við í Þína eigin goðsögu. Ævar segir okkur frá því hvernig hugmyndin að bókinni kviknaði og hvenær hann þurfti að taka sér skáldaleyfi og bæta aðeins við upprunalega textann. Við skoðum hvaða kafla var erfiðast og auðveldast að skrifa, en líka hvaða kafla Ævari þykir vænst um í öllum Þín eigin-bókunum (Vísbending: Hann er í þessari bók). Svo eru auðvitað spurningar frá hlustendum og upplestur úr Þínum eigin undirdjúpum. Já, og svo heldur Ævar lofræðu um notagildi miða - sem er áhugaverðara en það hljómar. Ég lofa.

Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á www.aevarthor.com

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Podcaststöðin. Innehållet i podden är skapat av Podcaststöðin och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.