Í þessum níunda þætti af Fjallakastinu ræddum ég og Sigurður Ragnarsson, stórvinur minn og samferðamaður í fjallamennsku um gönguskíðaferðir og leiðangra. Siggi er sveitastrákur í húð og hár og eftir að hann kynntist fjallamennskunni fór hann frá því að ætla sér að verða bóndi yfir í fjallaleiðsögumenn á svipstundu.

Sigurður uppgötvaði gönguskíði sem ferðatól ungur að aldri og langir leiðangrar fóru snemma að heilla hann. 

Siggi hefur ekki einungis verið að ferðast á gönguskíðum en hann hefur mikla ánægju af hvers kyns fjallabrölti hvort sem það er ís eða klettaklifur eða fjallgöngur að elta kindur eða ekki.

Siggi hefur einnig starfað sem fjallamennskukennari og leiðbeinandi ásamt fjallaleiðsögn um nokkuð langt skeið og en hann er nú í mastersnámi í Jarðeðlisfræði.

Siggi hefur meðal annars lagt í leiðangur yfir Vatnajökul þar sem ég og Tómas Eldjárn félagi okkar vorum með í för. Ásamt því hafa hann og Tómas farið í leiðangur yfir Sprengisand árið 2017.

Þið getið lesið meira um ferðasögur úr þessum leiðöngrum á www.fjallanetid.is

Við ræðum allskonar tips og tricks sem er gott að hafa í huga þegar maður fer í leiðangra sem þessa. Athugið að við erum einungis að tala út frá eigin reynslu og mjög líklegt að fólk sé að gera allskonar öðruvísi en við höfum gert.

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Solla Sveinbjörns. Innehållet i podden är skapat av Solla Sveinbjörns och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.