2. Elín Lóa Baldursdóttir - Spjall um vetrarfjallamennsku
Avsnitt

2. Elín Lóa Baldursdóttir - Spjall um vetrarfjallamennsku

Elín Lóa Baldursdóttir er sannkölluðu fyrirmynd þegar kemur að því að framkvæma og fara út. Hún er mjög dugleg að fara út að leika, hvort sem það er hlaupandi, gangandi, hjólandi eða að klifra. Elín Lóa byrjaði að hlaupa fyrir alvöru í ár, við komum aðeins inná það og fleira skemmtilegt í þessum þætti. Mæli með að þið fylgjið henni á instagram @elography.

Aðal umræðuefnið okkar í þættinu var vetrarfjallamennska, en nú er vetur konungar að gera vart við sig og því er um að gera að fara undirbúa sig fyrir breytingar á fjallaferðum okkar og hugsunarhætti. 

Við fórum meðal annars yfir, hvað þarf maður að eiga til að byrja í vetrarfjallamennsku? Hvaða þekkingu þarf maður að búa yfir til að fara út að leika á veturnar? 

 

 

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Solla Sveinbjörns. Innehållet i podden är skapat av Solla Sveinbjörns och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.