Sunna og Elín eru sískonur. Fólk sem er ekki sís býr margt hvert við fordóma og áreiti, og ekki síst misskilning. En samhliða því að sumstaðar sé mikið bakslag í réttindum hinsegin fólks er algengara og algengara að fólk vandi sig að kynja fólk rétt og venji sig á ný fornöfn. Íslenskan er smám saman að aðlagast með ýmsum nýyrðum (hýryrðum) og kynsegin fólk fær að skilgreina sig eins og þeim sýnist. Gestur þáttarins að þessu sinni er Valgerður Hirst Baldurs, sem er kynsegin, þ.e. upplifir sig utan kynjatvíhyggjunnar, og notar fornafnið hán. Þau ræða bakslagið í Bandaríkjunum, ferli Vallýjar við að fara í brjóstnám hjá transteymi Landsspítalans, mikilvægi þess að spyrja fólk um skilgreiningar og kynjun, kynsegin fyrirmyndir og hvernig er hægt að vera góður bandamaður. Hinsegin frá Ö til A: Kynsegin https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynvitund-og-kyntjaning/kynsegin/ Vallý á Twitter https://mobile.twitter.com/kynsegin Viðtal við Vallý á Jafnréttisdögum HÍ: http://www.visir.is/g/2017171008918 Trans land https://gayiceland.is/2018/trans-land-a-new-platform-for-trans-people/

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör RÚV. Innehållet i podden är skapat av RÚV och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.