Sunna og Elín eru Íslendingar, en u.þ.b. 12% Íslendinga eru innflytjendur. Konur af erlendum uppruna eru oft í viðkvæmri stöðu, eins og sást á sögum þeirra í #metoo-byltingunni. Þessar konur hafa oft ekki stórt félagslegt bakland og verða gjarnan fyrir fordómum. Í þokkabót eru þær oft háðar ofbeldismönnum sínum um skjól og jafnvel dvalarleyfi á Íslandi. Gestur þáttarins er Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, en hún flutti til Íslands frá Jamaíka fyrir 17 árum. Hún hefur m.a. sérhæft sig í málum flóttamanna hérlendis og unnið innan Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sunna, Elín og Claudie ræða um gagnkvæma aðlögun, hvernig er að vera augljós innflytjandi á Íslandi, Klausturmálið og hvernig íslenskar konur geta gefið erlendum konum meira pláss í sinni baráttu. Ræða Claudie Wilson á Arnarhóli, 24. október 2018 https://kvennafri.is/claudie-wilson/ Allt að sex ára fangelsi fyrir að standa upp fyrir flóttamann https://stundin.is/grein/7731/threttan-ara-fangelsi-fyrir-ad-standa-upp-fyrir-flottamann-i-flugvel/ Lög um útlendinga aðeins til á íslensku https://stundin.is/grein/7464/log-um-utlendinga-adeins-til-islensku/ Claudie Wilson í viðtali við Rauða krossinn https://www.youtube.com/watch?v=U91rXd6W0ks

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör RÚV. Innehållet i podden är skapat av RÚV och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.