Sunna og Elín eiga engin börn. Þær hafa hins vegar heyrt alls konar hluti um hvernig það er að eiga börn og finnst móðurhlutverkið oft vera baðað óraunhæfum ljóma. Gert er ráð fyrir því að allar konur vilji og muni eignast börn og séu náttúrulega víraðar/hæfar til þess að vita hvernig á að fara að því, allt frá meðgöngu til uppeldis. Helga Dögg Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og móðir, er gestur þeirra að þessu sinni. Þær ræða saman um leyfið sem fólk gefur sér til að snerta og tala um líkama þungaðra kvenna, allar mögulegar breytingar sem verða á líkamanum fyrir og eftir fæðingu, móðureðlið, brjóstagjöf, þungunarrof og samviskubit. Fæðingarþunglyndi: http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=60&pid=12

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör RÚV. Innehållet i podden är skapat av RÚV och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.