Amman er fjarri góðu gamni í þessum þætti en hún sinnir Hjallastefnuleikskólanum í Skotlandi. Móey Pála stýrir móðurskipinu á meðan og fær til sín góðan gest í hlaðvarp vikunnar. Það er hún Pálína Axelsdóttir Njarðvík eða fyrrum tengdasystir Móeyjar.Pálína heldur úti vinsælli Instagram síðu - Farmlife Iceland - þar sem hún deilir lífi sauðfjárbónda. Hún er ekki bara samfélagsmiðlastjarna því hún er einnig sérkennslustýra á leikskólanum Litlu-Ásum og elskar að ferðast og eyða tíma með kærustunni sinni Maríu.Móey og Pálína ræða m.a. sambönd dýra og barna, kjötát, sorg og missi, samkynhneigð, réttindabaráttu, jafnrétti og margt fleira. Einlægt og fallegt samtal sem fær okkur öll til að hugsa.Katla er kynnir þáttarins og nú fá systurnar frá Langanesi að afkynna þáttinn. Það eru þær Hólmfríður og Guðrún sem taka að sjálfsögðu þátt í hlaðvarpi Fjölskyldunnar ehf.Fjölskyldan ehf á facebook

Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]

Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.

Fjölskyldan ehf á facebook

Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Margrét Pála og Móey Pála. Innehållet i podden är skapat av Margrét Pála og Móey Pála och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.