Margrét Pála er komin heim eftir haustfrí á Spáni og dembir sér beint í umræðu um síma, samfélagsmiðla og almenna skjánotkun ásamt Móey Pálu. Mikil umræða um símanotkun barna og ungmenna kviknaði í þjóðfélaginu í kjölfar viðtals við Þorgrím Þráinsson í Bítinu fyrr í mánuðinum.
Ömmgurnar taka undir orð um hans um neikvæð áhrif ofnotkunar hjá börnum sem fullorðnum og hversu mikilvægt er að setja mörk á þessu sviði eins og á öðrum sviðum tilverunnar. Þær ræða einnig áhrif skjánotkunar út frá tilfinningagreind og hvernig skjárinn yfirtekur augu og athygli okkar allra fyrirstöðulaust. Einnig vekja þær máls á annars konar nálgun á tækni í skólum og hvernig er hægt að forðast boð og bönn.
Hugvíkkandi samtal í takt við ört breytandi samtíma.
Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Margrét Pála og Móey Pála. Innehållet i podden är skapat av Margrét Pála og Móey Pála och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.