Totoli er sprotafyrirtæki stofnað í Berlín sem vinnur að smáforriti (appi) fyrir börn 2-5 ára. Forritið er þróað með sálfræðingum og sérfræðingum í uppeldisfræðum - byggir á fræðarannsóknum og praktík og er ætlað að hjálpa ungum börnum að mynda heilbrigt samband við skjátíma. Forritið inniheldur fjölbreytt uppbyggilegt efni (mynd-, hljóð-, og leiki) sem er sérvalið og þróað til að ýta undir þroska barna í leik á fjölbreyttum sviðum (s.s. skapandi, vitsmunalegum þroska, tilfinningaskilningi, menningarskilningi og hreyfigetu). Skjátími er rammaður inn í sérþróað flæði sem myndar rútínu og hjálpar börnum að taka mörk skjátíma í sátt og “mýkja” lendingu.

Fyrsta útgáfa kom út í desember á þýskumælandi markaði (DACH) og vinnur teymið nú að því að þróa vöruna áfram og undirbúa komu á fleiri markaði.

Í þessum þætti ræðum við um skjátíma ungra barna og leiðir til lausna við þrjá meðlimi Totoli teymisins; Alexöndru Gunnlaugsdóttur, kennara og uppeldisfræðilegan ráðgjafa, Magnús Felix Tryggvason sem vinnur að þróun og forritun þroskaleikja og Steinunni Arnardóttur, tæknistjóra og einn þriggja stofnenda fyrirtækisin

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Eggert Gunnarsson. Innehållet i podden är skapat av Eggert Gunnarsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.