Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti Hvernig stuðlum við að heilbrigðri skjánotkun barna okkar? Hvernig setjum við mörk? Eru foreldrar alltaf bestu fyrirmyndirnar? Viðmælendur: Hildur Inga Magnadóttir foreldrafræðari og Eyrún Eggertsdóttir 3ja barna móðir. Báðar hafa lokið grunnámi í sálfræði.

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Eggert Gunnarsson. Innehållet i podden är skapat av Eggert Gunnarsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.