Í upphafi þáttar förum við yfir helstu atriði í hlaupavikunni sem leið o.fl. :D en aðalumræðu efni þáttarins er svo barneignir og hlaup. Við förum yfir nokkur grunnatriði í tenglsum við barneignir og hlaup og hvert maður getur leitað með almenn ráð bæði hvað varðar hreyfingu á meðgöngunni sjálfri og eftir barnsburð. Ræðum við Írisi Önnu Skúladóttur sem hefur gengið með fjögur börn á seinustu átta árum og púslar nú fjölskyldulífi, atvinnulífi og íþróttaferli. Hún hefur verið með fremstu hlaupakonum Íslands um árabil og deilir sinni reynslu af því að hreyfa sig í gegnum meðgöngur og koma sér aftur af stað og beint á pall eftir barnsburð. Við minnum að sjálfsögðu á að meðganga getur verið mjög einstaklingsbundin og hvetjum fólk til að hlusta á líkamann og leita til sérfræðings með sérhæfðari ráðleggingar í þessum efnum. 

Þátturinn er styrktur af leikritinu "Ég hleyp" sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu! :D

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Vilhjálmur Þór og Elín Edda. Innehållet i podden är skapat av Vilhjálmur Þór og Elín Edda och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.