Hildigunnur Birgisdóttir er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár og sýning hennar, Þetta er mjög stór tala / commerzbau, opnar formlega í dag. Sýningarstjóri er Dan Byers. Við hringjum til Ítalíu og og heyrum í Hildigunni og Auði Jörundsdóttur, forstöðumanni Myndlistarmiðstöðvar. Einnig hugum við óbeint að Alþjóðlega plötubúðadeginum sem haldinn verður hátíðlegur í plötubúðum um allan heim næsta laugardag. Að því tilefni veltum við fyrir okkur miðlun tónlistar en ekki vínylplötunni sem er hvað háværust þegar kemur að plötubúðardeginum heldur geisladisknum sem hefur verið að hnigna undanfarin ár. Ólöf Rún Benediktsdóttir hóf fyrir um tveimur árum síðan að safna geisladiskum og kíkir til okkar með safnið sitt.

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör RÚV. Innehållet i podden är skapat av RÚV och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.