Eva Mattadóttir er gestur þáttarins að þessu sinni. Hana þekkja margir enda hefur hún haldið úti hlaðvarpsþættinum Norminu í 5 ár með Sylvíu Briem vinkonu sinni. Einnig er hún markþjálfi, Dale Carnegie þjálfari og rithöfundur. Hún hefur verið afkastamikil og hugrökk í gegnum ævina en núna er hennar fulla starf að vera í endurhæfingu. Hún varð fyrir því óhappi að lenda í árekstri og hefur eftir það glímt við verki og aðrar afleiðingar þess. Hún segir frá þessu í þættinum á mjög svo mannlegan hátt.
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Gulla og Lydía. Innehållet i podden är skapat av Gulla og Lydía och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.