Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play, er nýjasti gestur okkar í Seinni níu. Hann er kylfingur með um 15 í forgjöf en náði lítið að spila golf í sumar eftir að hafa tekið við sem forstjóri hjá Play í vor.

Einar Örn hefur mikið spilað erlendis og hefur tvívegis farið holu í höggi á erlendri grundu.

Við erum með Powerrank á fimm bestu golfvöllunum á Alicante svæðinu og hvaða velli á að forðast á þeim slóðum.

Hvar er algengast að kylfingar fari holu í höggi? Við komumst að því í þættinum.

Hlustendur Seinni níu fá 20% afslátt hjá Unbroken með að nota kóðann Seinni9 á unbroken.is

Seinni Níu er í boði:

ECCO - XPENG - Unbroken - Lindin - Bríó - Eagle Golfferðir

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson. Innehållet i podden är skapat av Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.