Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Bára Atladóttir hönnuður og eigandi Brá verslunar. Bára ólst upp í Breiðholtinu og segist ávallt hafa haft áhugann á handavinnu enda var hún dugleg að sauma föt á sjálfa sig fyrir hin ýmsu tilefni. Eitt leiddi að öðru og einn daginn tók hún ákvörðun sem átti eftir að umturna lífi hennar. Hún ákvað að eyða húsnæðissparnaðinum sínum í að kaupa verslun á Laugaveginum og byrja að selja eigin hönnun. Fyrirtækið blómstraði hratt og í dag rekur hún bæði netverslunina braverslun.is og tvær verslanir en önnur er á Akureyri. Í þessum þætti fáum við aðeins að kynnast Báru sem augljóslega lætur ekkert stoppa sig þegar hún fær hugmyndir. Þræl skemmtilegt spjall við dásamlega konu.
* Þessi þáttur er í boði Klaka, Netgíró og Max Factor.
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör spegilmyndin. Innehållet i podden är skapat av spegilmyndin och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.