Sigríður Margrét, eða Sigga Magga eins og hún er yfirleitt kölluð, hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár, meðal annars hjá upplýsingafyrirtækinu Já og nú síðast starfaði hún sem forstjóri Lyfju. Hún hefur einnig setið í mörgum stjórnum meðal annars stjórn Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands, Já og Bláa lónsins svo fátt eitt sé nefnt.
Sigga Magga tók við sem framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins í byrjun september, en ráðning hennar er söguleg þar sem hún verður fyrsta konan sem mun gegna þeirri stöðu. Hún hefur sýnt það vel í verki að hún skorast ekki undan áskorunum en framundan bíður hennar krefjandi verkefni að semja um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Við áttum virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall við Sigríði þar sem við ræðum meðal annars komandi kjaraviðræður, efnahagsumhverfið, húsnæðismarkaðinn, lyfjabransann og starfsferilinn.
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Fortuna Invest. Innehållet i podden är skapat av Fortuna Invest och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.