„Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra í viðtali í hlaðvarpinu Ekkert rusl. Hann segir að við verðum vinna hratt og láta hendur standa fram úr ermum til þess að mæta orkuþörfinni og lítið hafi verið hugsað til framtíðar síðustu 15-20 árin, þessi staða sé afleiðing þess. Hann segist þó ekki hafa áhuga á að vera með barlóm og tala um allt sem er miður heldur hugsa í lausnum og hætta að væla.
„Við getum algjörlega náð markmiðum okkar um 100% græna orku árið 2040 sem þýðir að við verðum sjálfbær og laus við jarðeldsneyti en við verðum að vinna hratt og þess vegna er ég að losa um hömlur sem varða virkjanir,“ segir Guðlaugur Þór.
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör EKKERT RUSL - Lena og Margrét. Innehållet i podden är skapat av EKKERT RUSL - Lena og Margrét och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.