Við áttum virkilega gott spjall um það sem Felix hefur gengið í gegnum frá því fyrst að hann var lítill strákur sem mótaði líf hans að hluta, að stóra slysinu þegar hann var aðeins 25 ára gamall og missti báðar hendur sínar í hræðilegu vinnuslysi.  Allt slysið er rakið til dagsins í dag þegar hann er kominn með tvo handleggi. Hvernig breytir svona lífsreynsla honum? Kemur hann sterkari undan þessu áfalli eða ekki?  Og þá hvernig? Guðmundur lýsir þessu einkar vel.

Eins og þjóðin þekkir þá er hann í framboði til Forseta Ísland og segir hann frá sínum hugmyndum hvernig embættið gæti orðið enn betra. En hann talar afar vel um forvera sinn sem nú stígur niður, Guðna Th. og mærir hann mjög.  Hann langar í aukið lýðræði og vinna fyrir alla hópa þjóðfélagsins í þágu þess að allir hafa það jafn gott. Sem er fallegt.  

Hvað móður sína Gullu varðar, sem settist við hlið hans eftir slysið og hefur ekki vikið þaðan síðan segir hann hana vera þá manneskju sem á stærstan þátt í því  að hann sé á lífi í dag og sparar hann ekki orðin þar. 

Það er magnað og frelsandi að fá að sitja og hlusta á hann tala og segja frá þessari ótrúlegu lífsreynslu sinni,  Hvernig hann steig upp.  Hvað olli því að 15 árum síðar varð hann fyrstur allra í heiminum að fá grædda á sig tvo handleggi ? Lífsreynslusaga í sinni allra bestu mynd.

Guðmundur er eins maður segir, verðugur frambjóðandi sem hefur margt fram að færa.  Er manngóður og sækist í enn meiri náungakærleik. 

Hægt er að mæla með hans framboði inni á Island.is. 

Eitt er ljóst að eftir viðtalið ertu fljótur að gera það. 

Takk Guðmudur Felix og takk þú fyrir að hlusta á 10 bestu!

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Podcast Stúdíó Akureyrar. Innehållet i podden är skapat av Podcast Stúdíó Akureyrar och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.