Núna tel ég réttast að kveðja formlega hlaðvarpið Karlmennskan. Reyndar munu bakhjarlar sjá til þess að það verði áfram opið og aðgengilegt en ég mun ekki taka upp fleiri þætti.
Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingamyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti.
Takk öll sem hlustuðuð. Takk öll sem gáfu tíma ykkar, reynslu og þekkingu í hlaðvarpinu.
P.S. Þau ykkar sem þráið meira af svipuðu efni getið gerst áskrifendur að vikulega hlaðvarpinu Sópað undan teppinu með Þorsteini V. og Huldu Tölgyes. Hlaðvarpið er að finna á þriðja.is
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Þorsteinn V. Einarsson. Innehållet i podden är skapat av Þorsteinn V. Einarsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.