Sara Cervantes er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem flutti til Íslands fyrir nokkrum árum. Sara gefur innsýn í reynsluheim einstaklings sem reynir að aðlagast íslensku samfélagi en mætir ýmsum kerfisbundnum hversdagslegum og formlegum hindrunum.
Við Sara hittumst fyrst á fræðslufundi á Landspítalanum þar sem umræðuefnið var forréttindi og jaðarsetning. Innlegg Söru var svo áhrifamikið að ég varð að leyfa ykkur að heyra. Við spjöllum um forréttindi, jaðarsetningu, inngildingu, útilokun, hver ber ábyrgð á inngildingu á vinnustöðum og almennt í samfélaginu og „two minute investment“-leiðina sem Sara telur mun gagnlegri en að spyrja „talaru íslensku?“.
Viðtalið fer fram á ensku.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Yipin, vinsælasta tófú Svíþjóðar, býður upp á þennan þátt ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar.
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Þorsteinn V. Einarsson. Innehållet i podden är skapat av Þorsteinn V. Einarsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.