Alvöru uppgjör í Grjótkastinu, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir úr Viðreisn og Bergþór Ólason úr Miðflokki draga ekkert úr sigrum sinna flokka í samtali við Björn Inga á Viljanum, en setja líka upp hatta álitsgjafanna og greina í smáatriðum nýliðna kosningabaráttu og úrslit kosninganna, auk þess sem rýnt er í möguleikana varðandi nýja ríkisstjórn. Í heimsókn kemur Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sem kynnir Stefnumálareikni ráðsins, þar sem landsmönnum gefst kostur á að skoða hvaða flokkar og stefnumál passa best inn í nýja ríkisstjórn. Ómissandi konfekt fyrir allt áhugafólk um stjórnmál.

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Björn Ingi Hrafnsson. Innehållet i podden är skapat av Björn Ingi Hrafnsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.