Hér koma 120 mínútur af alvöru Grjótkasti, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fv. Forsætisráðherra, mætast hjá Birni Inga á Viljanum og ræða lokadaga kosningabaráttunnar, hvaða staða sé að teiknast upp og hvernig koma megi í veg fyrir vinstri stjórn sem ætlar í Evrópusambandið.


Rætt er og rifist um borgarlínuna og samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu, hælisleitendur og stjórn á landamærunum, skatta og ESB, jafnlaunavottun, innri mál Sjálfstæðisflokksins, orkumál og sókn Viðreisnar og Flokk fólksins og fylgisþróun almennt.


Bjarni og Sigmundur vilja báðir borgaralega ríkisstjórn sem lækki skatta og taki til hendinni og segja að staðan í könnunum nú, segi ekkert um það sem kemur upp úr kössunum um næstu helgi.


Þáttur sem er fullur af fyrirsögnum!

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Björn Ingi Hrafnsson. Innehållet i podden är skapat av Björn Ingi Hrafnsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.