Spennan var rafmögnuð í hljóðveri Grjótkastsins þegar Guðlaugur Þór Þórðarson (Gulli) umhverfisráðherra og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir (Obba) þingkona Viðreisnar mættust hjá Birni Inga, enda birtist rosaleg könnun Prósents um fylgi flokkanna fyrir Moggann meðan á upptöku stóð, en þar sýnist Viðreisn vera nánast tvöfalt stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Gulli varar við vinstri slysum, en Obba bendir honum þá að sjálfur sé hann að koma úr sjö ára vinstri stjórnarsamstarfi. Af hverju gengur stjórnarflokkunum svona illa í baráttunni? Hvað gerist á lokasprettinum? Erum við á leið í ESB, er Reykjavíkurmódelið að teiknast upp í landsmálunum og Obba setur fram áskorun á Gulla í borgarmálunum. Eftirminnilegur þáttur!
Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Björn Ingi Hrafnsson. Innehållet i podden är skapat av Björn Ingi Hrafnsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.