Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, er búsett í Reykjavík en getur ekki beðið að flytja aftur á heimaslóðir. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og ætlar að gefa dóttur sinni þá dýrmætu gjöf að alast upp á eyjunni fögru.
Hún eignaðist dóttur sína með aðstoð nútímatækni í janúar. Hún segir lífið leika við þær mæðgur og að það sé yndislegt að vera móðir.
Svava Kristín er það sem er kallað „einstök“ móðir, þar sem ekkert annað foreldri er í myndinni og segir hún að þó hún einblíni á það jákvæða þá sé það auðvitað líka krefjandi.