Fókus
Avsnitt

Götustrákurinn Aron: „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Dela

Götustrákurinn Aron Mímir Gylfason, eða Ronni Turbo Gonni eins og hann er þekktur á samfélagsmiðlum, hefur gengið í gegnum dimma dali til að komast á þann stað sem hann er í dag. Hann ræðir í þættinum um æskuna, upphaf neyslunnar og vítahringinn sem hann fann sig í.

Þegar hann var tvítugur átti hann von á barni og sá spenntur fyrir sér föðurhlutverkið. Barnið fæddist andvana eftir tuttugustu viku og var það mikið áfall. Hann deyfði sig með áfengi og fíkniefnum og við tók fjögurra ára dagneysla.Honum tókst síðar að vera edrú en féll í ferð til Tenerife. Í þættinum ræðir hann um dópsenuna á Tenerife, steranotkun ungra drengja á Íslandi og hvernig allt breyttist eftir að hann sótti sér sálfræðiaðstoðar og vann í sínum málum.

Í dag leikur lífið við Aron sem mun fagna þriggja ára edrúafmæli í desember og eignast barn í janúar með kærustu sinni.

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör DV. Innehållet i podden är skapat av DV och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.