Birna Ólafsdóttir hefur um skeið barist fyrir réttindum aðstandenda fanga, sér í lagi barna fanga, en málefnið stendur henni nærri.
„Þetta snertir mig persónulega því maðurinn minn situr inni, faðir barnanna minna,“ segir hún.Eiginmaður Birnu, Ólafur Ágúst Hraundal, var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar í fyrra fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi.
Hann var handtekinn í maí 2022 í saltdreifaramálinu svokallaða og hefur setið inni síðan.