Fatahönnuðurinn Anton Bjarki Olsen er gestur vikunnar í Fókus. Hann gaf út forvorlínu fyrir 2025 út í byrjun desember. Línan er mjög persónuleg fyrir hann en hann greindist með mjög sjaldgæfa tegund krabbameins í miðju sköpunarferli.
Í sumar kom í ljós að æxli, sem læknar höfðu áður sagt að væri góðkynja, væri illkynja. Á þeim tímapunkti hafði Anton verið með æxlið það lengi í fætinum að hann væri viss um að það væri búið að dreifa sér um líkamann. Hann viðurkennir að reiði hafi blossað upp, fyrir að hafa verið misgreindur en sem betur fer fór allt vel. Hann fór í öfluga geislameðferð og horfir björtum augum til framtíðar.