Í þessum frábæra þætti í umfjöllun Bókaklúbbs Meðvitaðra foreldra um bókina Handan hegðunar eftir dr. Monu Delahooke fékk Guðrún Inga Torfadóttir þær Önnu Mjöll Guðmundsdóttur, Margréti Thelmu Líndal og Sólveigu Rós til þess að lesa með sér yfir ítarlegan útdrátt úr fyrri hluta bókarinnar. Saman stöldruðu þær af og til við og leyfðu sér að velta upp ýmsum hugleiðingum um efnið. Bókin Handan hegðunar, eða Beyond Behaviors á frummálinu, kom út í mars á árinu 2019 og vekur sífellt meiri athygli í fræðasamfélaginu sem og hjá foreldrum og umönnunaraðilum sem aðhyllast virðingarríkt uppeldi. Í bókinni byggir klíníski sálfræðingurinn Mona á 30 ára reynslu sinni og rannsóknum til að útskýra aðferðafræði sína þegar hún mætir börnum með krefjandi hegðun. Hún samþættir hugmyndir sínar byggðar á Polyvagal-kenningu dr. Stephen Porges, rannsóknum um þroskaferli barna, leik þeirra og skynfærum til að finna út hvers vegna vandi barna birtist í hegðunaráskorunum. Í stað þess að nálgast hvert barn í anda þess að breyta þurfi hegðun – sem sé nálgun sem líti niður á börn – þá hvetur Mona fullorðna til að byrja á því að tengjast og skilja barnið. Bókin er praktísk, nákvæm, aðgengileg og stútfull af reynslusögum og í þessum fyrsta hluta brunum við yfir fyrri helming bókarinnar. Eins og segir í Journal of the American Academy of Child & Adolescent Psychiatry nýtist bókin vel fyrir fræðimenn og sálfræðinga á miðjum eða enda ferils síns, til þess að uppfæra þekkingu sína og skilja hugmyndir sem hafa sprottið fram síðustu tíu til 20 árin, s.s. um polyvagal kenninguna og taugafjölbreytni. Hjálpið okkur að dreifa þessari umfjöllun okkar sem víðast!

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör medvitadirforeldrar. Innehållet i podden är skapat av medvitadirforeldrar och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.