Í hverri viku bætast að meðaltali um 50-60 nýir bílar í umferðina á höfuðborgarsvæðinu og við ákváðum að forvitnast um Borgarlínuna í þættinum í dag. Framkvæmd Borgarlínunnar er skipt í 6 lotur og fyrsta lota nær frá Hamraborg í Kópavogi að Krossmýrartorgi í Reykjavík og áætlað er að hún verði fullbúin árið 2031. Atli Björn Levy tók við starfi forstöðumanns Verkefnastofu Borgarlínunnar fyrir nokkrum mánuðum. Hann er samgönguverkfræðingur og leiðir Borgarlínuverkefnið og hann kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna.

Nú stendur yfir Tannverndarvikan og til okkar í dag kom Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir tannlæknir og fyrrverandi formaður Tannlæknafélagsins. Lögð er áhersla á rétta tannhirðu, tengsl munnheilsu og andlegrar vellíðunar, forvarnir gegn verkjum og sýkingum og fleira sem Jóhanna fræddi okkur um tannheilsu í þættinum.

Svo heyrðum við um verkefni á Suðurnesjum, þar sem er til dæmis kortlögð íþróttaiðkun barna með fötlun og aðgerðaráætlun með það fyrir augum að auka þáttöku þeirra og barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þáttaka meðal einstaklinga með fötlun í skipulögðu íþróttastarfi er ekki nema 4% og sú prósenta er jafnvel enn lægri á Suðurnesjum. Sigurður Friðrik Gunnarsson og Petra Ruth Rúnarsdóttir, svæðisfulltrúar ÍSÍ og UMFÍ á Suðurnesjum, komu í þáttinn og sögðu okkur meira frá þessu.

Tónlist í þættinum í dag:

Kata rokkar / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Theódór Einarsson)

Waterloo Sunset / The Kinks (Ray Davies)

Líttu sérhvert sólarlag / Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson (Bragi Valdimar Skúlason)

Ástarsæla / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör RÚV. Innehållet i podden är skapat av RÚV och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.

Senast besökta

Mannlegi þátturinn

Borgarlínan, Tannverndarvika og þáttaka barna með fötlun og af erlendum uppruna í íþróttastarfi

00:00