Það var svo sannarlega gaman hjá okkur í Seinni níu þessa vikuna en til okkar kom Helga Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og félagi í Nesklúbbnum. Helga fer yfir það af mikilli hreinskilni hvernig það er að byrja í golf og þær áskoranir sem því fylgir.

Hún segir okkur meðal annars frá þeirri þolraun sem það var að taka þátt í meistaramóti eftir að hafa nýlega hafið golfiðkun. Helga segir okkur einnig frá því þegar hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í golfferð á vegum Nesklúbbsins. Þar hjálpaði til að hún tók alls ekki rétta kylfu í höggið en boltinn steinlá í holunni engu að síður.

Stórskemmtilegur þáttur þar sem mannlegi þátturinn í golfinu er svo sannarlega í fyrirrúmi. Helga segir okkur einnig stórskemmtilega sögu úr boðsmóti á Hvaleyrarvelli þar sem eiginmaður hennar, Bjarni Ármannsson, kemur við sögu.

Logi gefur svo góð ráð hvernig sé best að græða pening á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer um helgina.

Seinni Níu er í boði:

✈️- PLAY

💊- Unbroken

👟- ECCO

🥻 - J. Lindeberg - ntc.is

⛳- Eagle Golfferðir

🚗- XPENG - xpeng.com/is

🧼- Lindin bílaþvottastöð

🏚️ - Betri stofan fasteignasala

🏌️‍♀️- Golfsvítan

🛺- Excar.is golfbílar

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson. Innehållet i podden är skapat av Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.