Handboltaþjálfarinn, fyrirlesarinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson er gestur vikunnar í Seinni níu. Bjarni var mjög öflugur handboltamaður og hefur síðustu ár þjálfað karlalið ÍR. Hann er einnig rithöfundur en barnabækur hans um Orra óstöðvandi hafa notið gríðarlegra vinsælda.

Bjarni er með um 15 í forgjöf og er kominn með mikla golfdellu. Hann er bæði meðlimur í Golfklúbbi Reykjavíkur og hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Geri aðrir betur.

Hann segir okkur frá draumahögginu sem hann sló í Kiðjabergi, segir okkur aðeins frá golfhópnum „Tipsy“ og einnig þegar hann sló í áttræða konu í Frakklandi.

Bjarni velur fimm erfiðustu golfholurnar sem hann leikur á Íslandi og einnig draumahollið.

Frábært spjall um golf og ýmislegt fleira við þennan stórskemmtilega kylfing sem vill helst spila golf með örvhentum.

Seinni Níu er í boði:

✈️- PLAY

💊- Unbroken

👟- ECCO

🥻 - J. Lindeberg - ntc.is

⛳- Eagle Golfferðir

🚗- XPENG

🧼- Lindin bílaþvottastöð

🏚️ - Betri stofan fasteignasala

🏌️‍♀️- Golfsvítan

🛺- Excar.is golfbílar

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson. Innehållet i podden är skapat av Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.