Kristján Ingi Mikaelsson er frumkvöðull og introvert að eigin sögn og fór fljótt í að vinna í tölvum. Hann varð fljótlega var við áhuga við að fara í eigin rekstur.  Þegar hann var kominn í nám í Versló var hann kominn á fullt í eigin rekstur samhliða.  Hann fór að vinna við gerð appa hjá Stokk á upphafsárum þeirra hér á landi. Hann fór svo að vinna hjá Green Cloud sem varð svo keypt af Netapp.com.  Hann stofnaði fyrirtæki með félögum sínum og var haldið í Kísildalinn í Kaliforníu að leita að fjárfestum.   Eftir það ævintýri fór hann í að stofna rafmyntarráð ásamt fleirum og starfaði þar sem framkvæmdastjóri. Hann vinnur í dag við sprotafyrirtækið Fractal 5 sem safnaði 370 milljónum króna úr sjóðum úr Kísildalnum. Þar eru þau að búa til nýja vöru sem ekki hefur sést áður.  Í þessu viðtali ræðum við eftirfarandi m.a: 

  • Sögu rafmynta. 
  • Hvernig hann kynnist Bitcoin árið 2013. 
  • Hann kaupir sitt fyrsta Bitcoin 2013 þrátt fyrir gjaldeyrishöft með miklu veseni.
  • Hvað eru rafmyntir og bálkakeðjur í rafmyntum. 
  • Hvernig getum við hámarkað peningana okkar þannig að þeir haldi virði sínu.
  • Þetta og miklu meira um rafmyntir.   

Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu. 

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Umboðsmaður skuldara . Innehållet i podden är skapat av Umboðsmaður skuldara och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.