Aníta Rut Hilmarsdóttir er ein þriggja kvenna sem starfa sem verðbréfamiðlarar. Starf sem hún segir vera mjög spennandi og krefjast þess að maður sé sífellt að fylgjast með mörkuðum og fréttum af þeim.  Hún stofnaði fræðsluvettvanginn Furtuna Invest á Instagram í ársbyrjun 2021 ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur en þær vinna allar í fjármálageiranum.  Meg­in­mark­mið Fort­una In­vest er að auka fjöl­breyti­leika á fjár­mála­markaði og stuðla að þátt­töku kvenna á því sviði.Í þessu viðtali ræðum við:

  • Hvað felst í starfi verðbréfamiðlara? 
  • Vöxt Fortuna Invest.   
  • Fjárfestingar kvenna og af hverju konur fjárfesta miklu minna en karlar.
  • Hvort konur séu áhættumeðvitaðri frekar en en áhættufælnari. 
  • Af hverju mikilvægt er að konur taki ríkari þátt í fjárfestingum 
  • Hvernig við flest séum fjárfestar. 
  • Nauðsyn þess að dreifa áhættu og minnka áhættu. 
  • Hvernig umræðan og áhugi almennings og kvenna sé að aukast. 
  • Muninn í  fjárfestingum í stökum félögum eða sjóðum. 
  • Mikilvægi þess að dreifa eignasafninu þegar kemur að fjárfestingum. 

Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða spjalli. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af: Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Umboðsmaður skuldara . Innehållet i podden är skapat av Umboðsmaður skuldara och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.