Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs.

Umræðuefnið er birki og söfnun birkifræs. Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum. Næsta haust verður efnt til nýs átaks.

Markmiðið er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn.

Stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda er mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.

Sjá vefinn: www.birkiskogur.is

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Bændablaðið. Innehållet i podden är skapat av Bændablaðið och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.