Bruggvarpið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar. Báðir eru þeir áhugamenn um bjór, hafa skrifað bók um bjór, drukkið bjór í meira magni en þeir kjósa að viðurkenna og hafa talað um bjór í áratug að minnsta kosti, hvor um sig.

Í 6. þætti Bruggvarpsins kíkja Jóhann Guðmundsson og Hlynur Vídó frá Brothers Brewery í heimsókn. Eins og allir vita sem fylgst hafa með Brothers Brewery er alltaf gaman þegar þessir „bræður“ koma saman, í heild eða hluta. Í þættinum fara Höskuldur og Stefán yfir upphaf, tilurð og tilgang Brothers Brewery með viðmælendum sínum og smakka sig í gegnum söguna.

Bruggvarpið er komið inn í Hlöðuna, hlaðvarp Bændablaðsins, og er aðgengilegt á vefnum bbl.is og í helstu hlaðvarpsveitum.

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Bændablaðið. Innehållet i podden är skapat av Bændablaðið och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.