Gestur þáttarins er engin önnur en drottningin Kolfinna Nikulásdóttir: leikskáld/leikstýra/móðir/sviðshöfundur/ólíkindatól!

Athyglisbresturinn er í hámarki í þessum þætti svo hlustendur eiga að sjálfsögðu gott eitt í vændum: Lóa ekki búin að taka lyfin í marga daga og búið að cancella hana á twitter, Salka í mömmu og aktívisma burnouti og Kolfinna nýbúin í Keratín meðferð og nöglum, er hægt að biðja um meira? Svarið er JÁ, það er hægt, við erum nefnilega líka allar með Ztonelove á heilanum og Lóa er alltaf að ýta á takka sem gera pirrandi hljóð effekta á meðan á upptöku stendur <3

Við ræðum fasisma á Íslandi, alkóhólisma(auðvitað), hvort pabbar ættu í raun að sjá meira um börnin en mæður, af hverju það er in að gera listaverk með mömmu sinni og af hvers vegna allir eru allt í einu að mækródósa?

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Útvarp 101. Innehållet i podden är skapat av Útvarp 101 och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.