Í #13 þætti af Hlaupalíf Hlaðvarp birtum við STÓRskemmtilegt viðtal við reynsluboltann Rannveigu Oddsdóttur sem hefur afrekað fjölmargt á sínum hlaupaferli, bæði á götunni og í utanvegahlaupum og er hún til að mynda nýkomin heim frá frönsku Ölpunum með 3 sætið í farteskinu frá OCC hlaupinu sem er eitt þekktasta utanvegahlaupið í dag. Við í Hlaupalíf höfum einmitt prófað að hlaupa á þessu svæði og það verða ALLIR að prófa að hlaupa þarna, alvöru landslag.  Í viðtalinu förum við rækilega yfir hlaupaferilinn, meiðslasöguna aðrar skemmtilega hlaupapælingar með Rannveigu.  Bráðskemmtilegt og fróðlegt viðtal sem hægt er að læra af enda tapar enginn á því að hlusta á sögur frá reynslumiklum og öflugum hlaupurum!

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör Vilhjálmur Þór og Elín Edda. Innehållet i podden är skapat av Vilhjálmur Þór og Elín Edda och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.