Þá er komið að enn öðrum þættinum um ástarsambönd okkar foreldranna. Með Guðrúnu Ingu til halds og trausts voru mættar til leiks þær Soffía Bæringsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir.Fyrsti hluti þáttarins fjallar um týpískar aðstæður þar sem foreldrum í sambandi lenti saman við að svæfa barn og reyndi á samanburð, að vera saman í liði og hvernig yngri útgáfa af okkur sjálfum getur vaknað þegar allir eiga að vera sofandi. Guðrún Inga velti upp spurningum um hvernig parið gæti unnið úr tengslaslysinu þegar allir eru komnir í betri gír og með næði til að ræða málin. Þá var minnst á sambandsfundi og þörf á að eiga ráðgjafa að sem þekkir parið vel.Þá datt Soffíu í hug að ræða um afbrýðisemi í samböndum og hugleiðingar vöknuðu um hvort það sé bannorð sem ekki megi gangast við. Umræðurnar leiddu út í hvort það kveiki jafnvel betur í manni að sjá makann sinn daðra við aðra manneskju. Þórhildur ræddi síðan um orðin sundur og saman. Hvernig huga þurfi að einstaklingunum í sambandinu en ekki einvörðungu því sem sameiginlegt er með parinu. Frá því fór spjallið yfir í að ræða kynlíf foreldra og áskoranir þar. Loks voru afskipti tengdaforeldra rædd og hvernig sá sem eigi fjölskylduna þurfi að vera tilbúinn að setja fjölskyldu sinni mörk þegar komið er heim með nýfætt barn og eftirleiðis. Frábær og vonandi lauflétt hlustun sem rennur ljúflega niður með kaffinu, á leiðinni heim úr vinnunni og í göngutúrnum.Kenningar og fræðimenn sem minnst er á í þættinum:- Nonviolent Communication, Marshall Rosenberg og David Weinstock í síðasta þætti- Gottman hjónin og “The Four Horsemen” (Criticism, Contempt, Defensiveness, and Stonewalling)- Internal Family Systems kenningar Richards Schwartz - Pia Mellody og kenningar hennar um meðvirkni og innra virði- Hold Me Tight bók og meðferðarfræði Sue Johnson- Esther Perel og bók hennar Mating in Captivity- Polyvagal Theory Steven Porges

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör medvitadirforeldrar. Innehållet i podden är skapat av medvitadirforeldrar och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.