Stefán Ingvar Vigfússon skrifaði áhugaverða grein í Stundina þar sem hann talar um vináttu og vinaleysi karlmanna. Þegar Stefán var að alast upp sagðist faðir hans ekki eiga neina vini. Sjálfur hefur Stefán minni þörf fyrir félagsskap heldur en konan hans. Hann leitaði því til föður síns og ýmissa sérfræðinga í leit að skýringum og upplýsingum þegar hann var að skrifa þessa grein. Við fengum Stefán til að segja okkar frá vangaveltum sínum og hverju hann komst að í þættinum í dag. Ásdís Olsen dagskrárgerðarkona á Hringbraut leitar eftir reynslusögum af stefnumótum og vangaveltum um þau, en hún er að gera þátt um stefnumótamenningu á Íslandi. Við ræddum við hana um þennan þátt og hennar eigin reynslu og skoðun á stefnumótamenningunni. Á heimasíðu Café Riis segir: Café Riis er glæsilegur veitinga og pizzustaður í hjarta Hólmavíkur. Í boði er meðal annars heimabakað bakkelsi, súpur í hádeginu, fiskréttir og pizzur. Þetta elsta hús Hólmavíkur var byggt árið 1897 en svo gert upp árið 1995 og þar opnaður veitingastaður. Hlutar innréttinga staðarins eru útskornir og myndefnið er sótt í hin ýmsu galdratákn, en Strandamenn voru á öldum áður taldir galdramenn hinir mestu og eru reyndar sagðir svo enn. Um áramótin tók nýr eigandi við staðnum, Guðrún Ásla Atladóttir og Kristín okkar Einarsdóttir, hitti hana þar sem hún var nýbúin að leggja á borð fyrir grunnskólanemendur sem þar eru meðal annarra í mötuneyti. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Podden och tillhörande omslagsbild på den här sidan tillhör RÚV. Innehållet i podden är skapat av RÚV och inte av, eller tillsammans med, Poddtoppen.